Gjörsamlega fáránlegt af Ronaldo

Jæja þá gjörsamlega bakaði Man.utd þá í Man. City. Það sem fór í taugarnar á mér var hinn síungi Ronaldo sem fékk þarna kast þegar hann fór útaf. Strákurinn verður að vita hvar línan er því að Ferguson hefur áður hent stórstjörnum í ruslið en kannski er Ronaldo betri en þeir tveir til samans. Ég er að tala um David Beckham og Roy Keane en Ferguson losaði sig við þá hér í den. Hvað um það, Teves á að vera áfram hann er góður upp á breiddina og hann er líka svo myndarlegur strákgreyið. Berbatov finnst mér öflugur en hann er svo hund latur þessi drengur það er náttúrulega ótrúlegt. Hvað varð um Gary Neville þó að Frændi Örn sé Man. Utd maður þá fílar hann ekki Gary Neville. Jæja ætla að hafa þetta nóg í bili næsti póstur kemur á morgun.

 Kveðja Frændi Örn

KRingur með meiru.

 


mbl.is Ferguson: Hræðilegur leikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband